Kim Kardashian glæsileg í þröngu pilsi – Ætlaði að láta senda brjóstamjólk frá París til dóttur sinnar

Kim Kardashian var ásamt kærasta sínum, Kanye West í París í síðustu viku. Hún var glæsileg til fara og eins og sjá má er hún í fantaformi eftir barnsburð. Hún var mikið gagnrýnd fyrir þyngdaraukningu á meðgöngu og tók þá gagnrýni nærri sér. Hún er alltaf glæsileg, hvort sem hún er 55 kíló eða 70 kíló. Kim klæddist þröngu pilsi, hælum og fallegum bol.

Vildi láta senda brjóstamjólk til Nori
Kim er sögð hafa viljað láta aðstoðarkonu sína fljúga frá París til Bandaríkjanna með brjóstamjólk fyrir dóttur sína. Kim vildi hafa Nori á brjósti þar til hún verður 6 mánaða en Kanye fannst þessi hugmynd fráleit, að senda mjólkina milli landa. Dóttir þeirra er fjögurra mánaða og hefur verið á brjósti þar til nú.

Hálsfesti tileinkað Nori
Parið skartaði hálsfestum tileinkað North West, eða Nori. Kim er sögð hafa átt erfitt með að kveðja dóttur sína en hún vildi taka hana með út. Kanye fannst það ekki góð hugmynd og taldi það ekki öruggt vegna ljósmyndara sem elta þau á röndum hvert sem þau fara.

Ætlar að láta betrumbæta fataskáp Kim
Kanye og Kim hittu nokkra fræga fatahönnuði í París en hann telur það góða hugmynd að Kim betrumbæti fataskáp sinn og fái hæfa stílista til að leiðbeina þeim.

Kim lét sig ekki vanta í ræktina
Kim gaf sér tíma til að fara í ræktina í París en hún vinnur nú hörðum höndum í að koma sér í sitt besta form.

Hér má sjá myndir af parinu í París.

SHARE