Í nýjasta sýnishorninu úr I AM CAIT má sjá Caitlyn Jenner ræða um rödd sína við Kim Kardashian. Caitlyn þykir rödd sín vera karlmannleg og trúir Kim fyrir því að það sé langt síðan hún byrjaði að æfa kvenmannsröddina. Kim heimtar að sjálfsögðu að fá að heyra kvenröddina og finnst nú ekki mikið til hennar koma. Kim og Caitlyn enda báðar skellihlæjandi en þegar Caitlyn er ein með myndavélinni ræðir hún á hjartnæman hátt um hversu mikilvægt það er að röddin hljómi rétt.
Sjá einnig: Kanye West hittir Caitlyn Jenner í fyrsta skipti
https://www.youtube.com/watch?v=6C8t2cdNfCc&ps=docs