Kim Kardashian notar barnið sitt sem fylgihlut

Sharon Osbourne er ekki hrifin af því hvernig raunveruleikastjarnan Kim fer með barnið sitt North West.

Ákvörðun Kim um að taka North með sér á tískusýningar í líðandi mánuði vöktu athygli þar sem North virtist hundleiðast á þeim og mótmælti svo rækilega að sjálf Anna Wintour hneykslaðist á Kim.

Sharon Osbourne tjáði sig í tímaritinu Closer um það hvernig henni finnst Kim nota barnið sitt sem einhvers konar tískufylgihlut. Nýlega birtust myndir af North á götum New York borgar í pels sem talin var kosta fleiri hundruði þúsunda en þá tjáði Sharon sig fyrst um dóttir Kim.

Ég veit að PETA hefur beðið Kardashian fjölskylduna um að hætta. North er ekki fylgihlutur og hún ætti ekki að klæðast ljótum hátískufatnaði. Loðfeldar láta mér líða líkamlega illa og að klæðast þeim er frekar úrellt leið til að sýna öllum hversu ríkur þú ert. Afar okkar og ömmur gerðu það kannski en í dag erum við orðin mun vísari, það er mannvonska að halda þessum viðskiptum áfram.

Fjölmiðlar bíða nú spenntir eftir því að Kim svari fyrir sig á samfélagsmiðlunum en miðað við það að hvorki Kim né Kanye svöruðu fyrir sig þegar Amber Rose hellti sér yfir þau hjónin er það ansi ólíklegt að þessi orð Sharon fái þau til þess.

Slúðurmiðillinn Perez Hilton er ósammála Sharon og hennar orðum en hann bendir á að vissulega lifir North óhefðbundnu lífi en það þarf ekki að þýða að Kim fari með barnið eins og fylgihlut.

25968DA300000578-2950056-image-a-56_1423704730907

nori-yeezy-500x333

IndiaTv45ac4a_kimkardashian-blackjumpsuit

264ABD4D00000578-2978312-image-m-42_1425424382225

Tengdar greinar:

North West háorgandi á tískusýningu föður síns

Dóttir Kim Kardashian í 500.000 króna loðfeld

Nánast ómögulegt fyrir hana að verða ófrísk

SHARE