Kylie Jenner er yngsti milljarðamæringur sögunnar og var það gert opinbert í gær. Kim Kardashian (37) samgleðst systur sinni hinsvegar ekki, hún er „brjáluð“.

„Kim kennir móður þeirra um allt saman og segir að Kris Jenner hafi algjörlega brugðist henni,“ segir heimildarmaður RadarOnline.  „Kim er ekki ánægð því förðunarlínan hennar hefur floppað algjörlega í samanburði við förðunarlínu Kylie.“

Sjá einnig: Kim Kardashian smellir í eina bikini „selfie“

Heimildarmaðurinn bætir við að Kim finnist Kris hafi alveg gleymt henni í þessu öllu og einbeitt sér að Kylie. Hann segir einnig að Kylie sé að fá uppreisn æru, en Kim hafi látið henni líða eins og „litla ljóta andarunganum“ í mörg ár.

 

 

 

 

SHARE