Kim Kardashian sökuð um að stela útliti serbneskrar poppstjörnu

Serbneska söngkonan, Jelena Karleusa, hefur farið mikinn á hinum ýmsu samfélagsmiðlum undanfarna daga. En Jelena, sem þekkt er undir nafninu ,,Gaga of Serbia”, sakar Kim Kardashian um að stela frá henni stílnum. Stíllinn verandi þá hið ljósa hár og ögrandi klæðaburður – sem einkenndi jú hverja einustu mynd sem smellt var af frú Kardashian á tískuvikunni í París.

1426255653-syn-2-1426245025-screen-shot-2015-03-13-at-071024

Jelena setti meðal annars saman þessa mynd og henni fylgdi textinn: ,,Komum í leik – finnið mig.” 

Það verður að segjast að þær eru sláandi líkar á mörgum myndum – en ég meina, hefur einhver einkarétt á aflitunarefni, svörtum kjólum og brjóstaskoru?

1426255656-syn-2-1426249010-screen-shot-2015-03-13-at-081652

Í viðtali við US Weekly segir Jelena það vera augljóst hvaðan stílistar Kim hafa fengið nýjustu hugmyndir sínar. ,,Instagram-ið mitt hefur greinilega verið þeim innblástur.” 

Engin svör við þessum ásökunum Jelenu hafa borist úr herbúðum Kardashian-fjölskyldunnar.

Tengdar greinar:

Manstu þegar Kim Kardashian reyndi að meika það sem söngkona?

Kim Kardashian gjörsamlega umturnar útliti sínu

Kim Kardashian: sýndi geirvörtuna í bleikum netakjól

SHARE