Kim Kardashian undirbýr skilnað

Kim Kardashian hefur nú gefið þeim orðróm um að hún sé að skilja við Kanye, byr undir báða vængi, þegar hún fór út á meðal fólks í fyrradag, án giftingarhringsins.

Kim var að keyra með dóttur sinni North West og syni sínum Saint, þegar hún var mynduð án hringsins af X17 Online.

 

kim-kardashian-brittny-gastineau-saint-no-ring-121816

Intouch sagði frá því að Kim hafi, hljóðlega, verið að undirbúa skilnað eftir taugaáfall Kanye í seinasta mánuði. Heimildarmenn hafa sagt að sú ákvörðun Kim sé tekin með velferð barnanna að leiðarljósi.

Sjá einnig: Kanye West missti sig úr afbrýðisemi

 

„Hún hélt að Kanye væri sálufélagi sinn og er gjörsamlega eyðilögð. Þetta er samt ekki að sem Kim ætlaði sér þegar hún giftist Kanye og hún er búin að fá nóg,“ sagði þessi heimildarmaður.

 

SHARE