Kim Kardashian langar að eignast annað barn ef marka má nýjustu fréttir. Kanye West hefur nú þegar talað um að hann langi að eignast annað barn en nú er Kim farin að tala um það líka.

Kanye og Kim eignuðust frumburðinn, North West fyrir tveimur mánuðum og eru nú þegar farin að huga að næsta barni. Heimildarmaður sagði við slúðurkónginn Perez Hilton að Kim hafi sagt við sína nánustu að hana langi að verða ólétt aftur á næstu 12 mánuðum.

Kim átti ekki auðvelda meðgöngu svo að þessar fréttir koma aðdáendum hennar eflaust á óvart. Þrátt fyrir að meðgangan hafi ekki verið auðveld nýtur Kim þess svo að vera móðir að hana langar strax í annað barn.

Vinur Kim segir:

“Kim er strax farin að tala um að stækka fjölskylduna enn frekar og er farin að plana næsta barn. Kim áttaði sig ekki á því hversu mikið hún myndi í raun og veru elska þessa litlu mannveru fyrr en hún hitti hana í fyrsta sinn. Hún finnur að dóttir hennar fullkomnar líf hennar. Eftir þessa erfiðu meðgöngu efaðist Kim um að hún myndi eignast fleiri börn en eftir að hún eignaðist dóttur sína áttaði hún sig á því að hún vill eiga stóra fjölskyldu.”

Það er frábært að parið njóti foreldrahlutverksins en eins og líklega flestir foreldrar vita er erfitt að gera sér grein fyrir því hversu mikið maður mun elska börnin fyrr en maður eignast þau sjálfur. Maður getur ekki vitað hvernig móðurástin er fyrr en maður upplifir hana sjálfur.

Fréttamiðlar hafa greint frá því að Kim vilji ekki láta sjá sig fyrr en hún hefur grennst aftur eftir barnsburð en þessar fréttir virðast sýna það að hún er eflaust ekki að spá jafn mikið í þyngdinni og fólk heldur.

SHARE