Kim og Kanye tala varla saman

Kim Kardashian og Kanye West búa ekki saman eins og staðan er núna, en þau eiga von á sínu fjórða barni.

Kim og Kanye tala varla saman. Fjórða barnið þeirra er á leiðinni og þau tala eiginlega ekkert saman og eyða engum tíma saman,

segir heimildarmaður RadarOnline. Það er mikið að gera hjá þeim báðum og sambandið verður erfiðara eftir því sem fjölskyldan stækkar.

Kim er bara að reyna að lifa sínu lífi, í þættinum, tískubransanum og að sinna börnunum. Að þurfa að sinna Kanye og öllum hans vandamálum gerir hana stressaða og áhyggjufulla um framtíð hjónabandsins,

segir heimildarmaðurinn og bætir við að þráhyggja Kanye fyrir kirkjunni hefur ekki bætt ástandið.

Hann finnur sér alltaf einhverja hluti til að einbeita sér að og þegar það gerist ýtir hann Kim til hliðar.

Heimildarmaðurinn segir líka að Kim muni aldrei yfirgefa Kanye. Hún elski hann virkilega en hann getur reynt svakalega á hana.

SHARE