Ekki er skrítið að systurnar Kim og Kourtney Kardashian hafi ákveðið að skella sér á hlýja ströndina á Miami eftir að hafa verið í rokinu og kuldanum á Íslandi.
Sjá einnig: Kourtney sýnir á sér rassinn í heitum potti á Íslandi
Litlu frænkurnar North og Penelope eiga kannski mikið af rándýrum leikföngum, en kunna þó klárlega að meta að leika sér eins og önnur börn á ströndinni.
Mæðgurnar klæddu sig allar í stíl, þrátt fyrir að Kim virtist hafa gleymt strandarfötunum sínum heima, því hún var samfestingi með síðum skálmum og í kápu yfir, sem virtust bæði vera úr þykkur efni. Það er kannski ennþá hrollur í greyinu eftir að hafa verið hér á landi.
Sjá einnig: Er Kourtney virkilega að hitta Justin Bieber eftir allt saman?
Sjá einnig: Scott: „Ég mun aldrei hætta að elska Kourtney“
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.