„Kim vill ekki líta út eins og ég“

Hin breska Grace Neutral (26) er mjög vinsæl á samfélagsmiðlum og vekur óskipta athygli fyrir einstakt útlit sitt. Grace hefur breytt útliti sínu mjög mikið en hún hefur meðal annars látið lita á sér augun, breyta eyrum sínum, kljúfa á sér tunguna, auk þess hefur hún látið flúra mikið á sér líkamann. Hún er með yfir 300 þúsund fylgjendur á Instagram og er komin með fyrirsætusamning hjá hönnuðinum Ashley Williams.

 

 

Grace segist hafa átt mjög einmanalega æsku og hún segir að líkamsbreytingar hennar séu leið til þess að fallnar að spegla sál hennar. „Mér leið alltaf eins og ég væri ein í heiminum þegar ég var að alast upp og það er fyrst núna sem ég er að kynnast sjálfri mér. Það er ógnvænlegt, já, en ég veit að ég væri mun óhamingjusamari ef ég liti út eins og ég gerði áður,“ segir Grace.

 

Unga konan segist ekki hafa neitt á móti hefðbundnu og almennu útliti: „Það er ekki það að mér finnist Kim Kardashian ekki vera falleg, hún er það, en það er ekkert við svoleiðis útlit sem endurspeglar mig. Ég kann að meta það en ég vel ekki þetta útlit fyrir mig. Að sama skapi er ég viss um að Kim vill ekki líta út eins og ég.“

 

Grace-Neutral

 

Grace hóf breytingar á líkama sínum þegar hún var aðeins 21 árs. Þá lét hún kljúfa tungu sína og segir hún það hafa verið mjög sársaukafullt. „Eftir að ég lét kljúfa tunguna varð ég að læra að tala aftur og ég var smámælt mjög lengi,“ segir Grace og bætir við: „Það eru tveir vöðvar í tungunni sem eru tengdir saman en það er allt í lagi að taka þá í sundur.“

 

Grace-Neutral2

Sjá einnig: 11 verulega truflandi myndir úr fegurðarsamkeppnum barna

Grace-Neutral7

 

Grace-Neutral6-600x400

 

Grace er búin að láta fjarlægja naflann sinn

Grace-Neutral3-600x600

 

Sjá einnig: Litla afbrýðisama stúlkan lærir smá lexíu – Myndband

 

Grace-Neutral4

 

 

Grace-Neutral5-600x759

 

 

 

 

 

Sjá einnig: Unga stúlkan gjörbreytir degi blinda mannsins

Hér eru myndir af Grace áður en hún fór í svona miklar breytingar á útliti sínu:

07aeb0a2b24724ef1dd7445d4d1f10b6 tumblr_lkoev1yX9z1qdvufoo1_500

Heimildir: Youtube og Sang Bleu Magazine.

SHARE