Kjúklingasalat með hvítlauks mæjó

Þessi dásemd kemur frá þeim systrum sem halda úti Matarlyst en þar er að finna hreint út sagt frábærar hugmyndir!

Hráefni

3-4 Kjúklingabringur
½-1 tsk Salt
½-1tsk Pipar
1-1 ½ dl Sweet chili sósa eða dass
3-4 msk Olía

Skerið kjúklingabringur niður í fremur smáa bita. Hitið olíu á pönnu setjið bringur út á pönnuna, dassið salti og pipar steikið þar til full eldaðar tekur u.þ.b 8 mín. Hellið sweet chili sósu yfir látið malla í 1 mín. Takið af hitanum, setjið í skál, látið standa um stund.

Sjá einnig: litla-syndin-ljufa-sitronumuffins-med-afar-ljufu-kremi/

Salat

1-2 box Salatblanda t.d bandað frá lambhaga
2-4 stk Avocado fer eftir stærð
1 box Sólskinstómatar eða cherry tómatar
½- 1 Rauðlaukur
1 poki Kasjúhnetur 100 g
1 stk Mexíco ostur smátt skorin
Eða þau hráefni sem hugurinn girnist

Skerið niður salat, avocado, tómata, rauðlauk og ostinn smátt, blandið saman í skál.

Hvítlauks mæjó

2 dl Mayonnaise
Hvítlaukur pressaður eftir smekk að lágmarki 4-5 rif

Blandið saman í skál. BERIÐ fram til hliðar með salatinu.

Blandið kjúklingnum út í salatið veltið saman, berið hvítlauks mæjó fram með.

Ótrúlega gott og einfalt.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here