Kjúklingasnitsel

Þessi dásemd kemur úr safni Röggurétta.

Uppskrift:

600 gr úrbeinuð kjúklingalæri

2 dl hveiti

1 tsk paprikuduft

1 tsk chilliflögur

1 tsk cummin

1 msk oreganó

1 tsk salt

0,5 tsk pipar

2 egg

1 dl mjólk

1,5 dl brauðrasp

1,5 dl nachos flögur- kurlaðar

2 msk rifin parmesanostur

2 msk smjör

2 sítrónur

Aðferð:

Berjið lærin með buffhamri þannig að þau verði öll jafnþykk. blandið öllum kryddum vel saman við hveitið og veltið lærunum upp úr blöndunni.

pískið eggin og mjólkina vel saman og veltið lærunum upp úr eggjablöndunni.

Blandið raspinu og nachos- kurlinu og parmesanostinum saman og veltið lærunum upp úr þeirri blöndu. Steikið á millri heitri pönnu upp úr olíu og smjöri 3 til 4 mín á hvorri hlið. Fínrífið börk af einni sítrónu yfir lærin og kreistið safan yfir.

Borið fram með sítrónubátum, salati og kartöflum.

Sjúklega gott og ekki verra með köldu hvítvíni on the side.

 

 

 

SHARE