Kjúklingasúpa með núðlum og sveppum – Uppskrift

Áttu eftir að ákveða hvað verður í matinn í kvöld?


Ef afgangur verður af kjúklingnum er góð hugmynd að nota hann í súpu. Það er bæði fljótlegur, ódýr og góður matur. Ekki varstu að hugsa um að henda afganginum?  Ef þú átt ekki afgangskjúkling en langar í þessa súpu skaltu bara skella bringum eða kjúklingi í ofninn!

Efni:

2 matsk.olía
2 bollar sveppir
4 vorlaukar (hvíti hlutinn skilinn frá þeim græna)

3 hvítlauksrif, söxuð
2.5 cm biti af nýju engifer
gróft salt eftir smekk
5 bollar kjúklingasoð ( leysið 2 kjúklingateninga upp í 5 bollum af vatni)

2 bollar vatn
125 gr. soba núðlur  (þunnar bókhveitinúðlur)
2 bollar niðurskorinn kjúklingur
330gr. Kínakál gróft skorið
safi úr 1 lítilli límónu
1 matsk. sojasósa

Aðferð:

Hitið  olíuna í potti, látið sveppi, hvíta hluta vorlauksins, hvítlauk og engifer út í. Saltið og látið krauma þar til sveppirnir eru orðnir mjúkir. Hellið kjúklingasoðinu og vatninu út í og látið sjóða. Bætið kjúklingnum og núðlunum út í og látið sjóða 2 mín. í viðbót. Þá er límónusafanum og sojasósunni bætt út í, súpunni ausið í skálar og græna hluta vorlauskins dreift yfir.

Þá er bara eftir að borða þessa góðu súpu!

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here