Klámstjarna segist hafa farið 37 sinnum í sturtu á seinasta ári

Klámstjarnan Aella er með um 100.000 dollara á mánuði fyrir vinnu sína í klámiðnaðinum. Hún hóf ferill sinn þegar hún var 18 ára og var þá að taka upp myndbönd heima hjá sér. Í dag er hún með yfir 135.000 fylgjendur á Twitter og yfir 43.000 fylgjendur á Instagram, þar sem hún er mjög dugleg að hafa samskipti við aðdáendur sína. Aella deildi nokkrum tölulegum upplýsingum varðandi 2022, nú um áramót og það er ein tala sem hefur vakið heldur meiri athygli en aðrar.

Hún sagði frá því að, á árinu 2022, hafi hún farið út að skemmta sér 222 sinnum, gert númer 2 194 sinnum og blandað geði við fólk 165 sinnum. Það sem vekur þó mestu athyglina er að Aella fór bara 37 sinnum í sturtu á seinasta ári.

Margir hafa brugðist við þessu á samfélagsmiðlum og hefur Aella sagt frá því á Twitter hver ástæðan sé fyrir þessum fáu sturtuferðum.

„Ég hef sagt fólki frá þessu margoft en sumt fólk elskar að hata mig. Ég þvæ kynfæri mín, með sápu og vatni, mun oftar en ég fer í sturtu OG ég nota líka skolskál,“ skrifaði Aella en þrátt fyrir að hafa útskýrt þetta hefur fólk verið mikið í því að gagnrýna hana á samfélagsmiðlum. Hún segist ekki vilja rugla of mikið í náttúrlegri hreinsun húðarinnar og segist jafnvel „lykta verr ef hún fer of oft í sturtu“. Þess vegna noti hún skolskálina og þvoi sér undir höndum frekar en að fara alltaf í sturtu.

SHARE