Klikkun: Skiluðu ættleiddum hundi á dýraathvarfið út af stanslausu prumpi

Vesalings dýrin. “Dýravinir” sem gáfu sig fram við dýraathvarf í Greenville, Bandaríkjunum fyrir skömmu og voru í leit að ljúfum heimilishundi, skiluðu hinni ársgömlu Misty aftur til athvarfsins, en Misty, sem er ljúf sem lamb og af blendingskyni, rak stanslaust við á hinu nýja heimili og var ódaunninn svo yfirgnæfandi að fólkinu var nóg boðið – stormaði af stað – og skilaði Misty.

Þetta er ekkert grín, heldur dauðans alvara og gerðist fyrir skömmu í Greenville sýslu í Bandaríkjunum, en Misty var komin á “svæfingalista” og átti á hættu að glata lífinu, ef ekkert heimili væri reiðubúið til að taka við henni nær samstundis.

Hér má sjá Facebook deilinguna af dýraathvarfinu þar sem fram kemur einfaldlega að Misty hafi verið ættleidd áður, en að henni hafi verið skilað “vegna stanslausra viðrekstra” og að hún þurfi á nýju fósturheimili að halda án tafar:

 

 

Einnig kemur fram í neyðarákalli dýraathvarfsins að Misty sé ljúf og húsvanin, þægileg í umgengni við önnur gæludýr og innan við eins árs gömul. En að hún reki stanslaust við og það fyrirvaralaust, með tilheyrandi óþef og leiðindum. 

Til allrar hamingju brást sannur dýravinur við og forsvarsmaður athvarfsins sagði þannig í samtali við Huffington Post: “Við trúum því að við finnum rétta heimilið  fyrir Misty” og það var sem við manninn mælt, traustur eigandi er fundinn og dýrið er komið á tryggan stað.

Auðvitað er ekki allir hundar jafn lánsamir og hún, svo þetta ætti að vera áminning um að dýraathvörf eru ekki verstu örlög sem dýrum getur hlotnast. Meira að segja prumpandi dýr eiga óskiptan rétt á farsælu lífi.   

 

SHARE