Kobe Bryant látinn

Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant látinn. Fréttir sem voru að berast segja að hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun. Fjórir aðrir voru um borð þegar einkaþyrla körfuboltamannsins á að hafa hrapað. Eldur logaði í þyrlunni þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Enginn um borð lifði slysið af. Bryant var 41 árs gamall og skilur eftir sig eiginkonu og fjórar dætur, Gianna, Natalia, Bianca og hina nýfæddu Capri sem er sjö mánaða gömul.

Kobe Bean Bryant er bandarískur fyrrum körfuknattleiksmaður sem spilaði með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni frá 1996-2016. Hann vann 5 titla með liðinu; 2000-2002, 2009 og 2010. Bryant er talinn einn af bestu leikmönnum NBA frá upphafi og er þriðji stigahæsti leikmaður allra tíma.

Sjá einnig: Dóttir Kobe Bryant einnig látin

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here