Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant látinn. Fréttir sem voru að berast segja að dóttir hans, Gianna, hafi einnig látist í slysinu aðeins 13 ára. Fjórir aðrir voru um borð þegar einkaþyrla körfuboltamannsins á að hafa hrapað. Eldur logaði í þyrlunni þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Enginn um borð lifði slysið af.

Kobe var á leið á leik hjá dóttur sinni sem spilaði líka körfubolta.

SHARE