Kókos-cupcakes

Þessar sjúklega girnilegu muffins eru frá Eldhússystrum

Ca. 20 kökur

ATH: Ég helmingaði þessa uppskrift, bæði kökurnar og kremið. Þetta er MJÖG mikið af kremi og það hefði fyrir minn smekk verið nóg að gera 1/3 af því – en þetta er amerísk uppskrift og ég læt hana fylgja eins og hún kemur af kúnni 🙂

390 gr smjör
5 dl sykur
5 stór egg
1 tsk vanilludropar
1 tsk möndludropar
7,5 dl hveiti
1 tsk lyftidfut
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
2,5 dl létt ab mjólk
200 gr. kókosmjöl

Fyrir krem
450 gr. rjómaostur
390 gr. smjör
1 tsk vanilludropar
750 gr flórsykur

Aðferð
Hitið ofninn í 175 gr.

Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli, skafið niður hliðarnar á skálinni með sleikju á milli. Bætið vanillu- og möndludropunum út í hrærið vel.

Blandið saman í annarri skál hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti. Setjið hveitiblönduna og ab-mjólkina til skiptis út í eggjablönduna. Byrjið og endið á þurrefnunum. Hrærið þar til blandað saman, en ekki ofþeyta. Setjið 100 gr. af kókos út og hrærið varlega, t.d. með sleif.

Setjið í möffinsform og fyllið með deigi. Bakið í 25 – 35 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn upp úr kökuna. Látið kólna alveg áður en kremið er sett á.

Krem: Þeytið saman smjör og rjómaost og bætið vanillunni út í. Bætið flórsykrinum út í og hrærið vel. Kremið á að vera nógu þykkt til að smyrkja á kökurnar svo það haldi sér. Stráið afganginum af kókosmjölinu yfir kökurnar.

 

Endilega smellið á like á Facebook síðu systrana

SHARE