Kókosbollu- og marengseftirréttur

Þessi dýrðlegheit koma frá Eldhússystrum. Kókosbollur og marengs klikka ekki.

Kókosbollu-og marengs-eftirréttur
1 marengsbotn (púðursykurs eða ljós)
1/2 l. rjómi
4 kókosbollur
Súkkulaði, að eigin vali, t.d. nóakropp eða mars
1 askja jarðaber eða önnur ber og ávextir að eigin vali

Aðferð: 
Þeytið rjómann. Saxið súkkulaðið og blandið saman við helminginn af rjómanum. Breiðið í botninn á formi. Skerið kókosbollurnar í tvennt (eða þrennt) og raðið ofan á súkkulaðið. Brjótið marengsinn í litla bita og dreifið yfir kókosbollurnar. Dreifið restinni að rjómanum yfir marengsinn. Skerið jarðaberin og setjið yfir rjómann. Geymið í kæli í nokkrar klst. áður en borið fram.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here