Kolsvartur augnblýantur kemur sterkur inn í vetur

Svarti augnblýanturinn, sem er þarfaþing í snyrtibuddu hverrar konu, er klassískur á alla vegu. En notkun hans er þó svo fjölbreytt og möguleikarnir svo margir að um nær óþrjótandi nálganir er að ræða.

Vogue UK – eða breska Vogue – tekur ítarlega á vetratrendinu og veitir svarta augnblýantinum talsvert vægi í nýlegri umfjöllun, en nú mæla tískufróðir með að línan sé dregin eins þétt upp við augað og mögulegt er; inn í sjálfa táralínuna – sem svo aftur laðar fram uppreisnargjarnt og ögrandi yfirbragð.

Táralínan – eða vatnslínan – eins og hún er gjarna kölluð líka, er kolsvört í heimi hátískunnar sem stendur og ekki einungis neðri táralínan heldur einnig sú efri. Til að auka enn á dramatíkina er gott að draga svarta línu eftir efri táralínunni og ýta blýantsoddinum þétt upp að augnhárunum.

Hér má sjá sýnishorn af ljósmyndaþættinum sem birtist á Vogue, smellið HÉR en þess utan fylgir örlítill fróðleikur áhugamanneskju um augnförðun – um þær misjöfnu gerðir augnblýanta sem fyrirsæturnar bera og til hvers þeir eru gagnlegir.

MAC Eye Pencil Ebony:

Hér er það förðunarmeistarinn Tom Pecheux sem laðar fram „svalt Lundúnalúkk með hráu yfirbragði” fyrir Blumarine, en hann notar MAC Eye Pencil; Ebony. Blýantinn dregur hann meðfram augnhárunum, táralínunni sjálfri og allt umhverfis augnumgjörðina til að laða fram uppreisnargjarnt yfirbragð.

mac 1

Pressaðir púðurblýantar eru augnblýantar sem eru mótaðir sem tréblýantar. Iðulega eru slíkir augnblýantar framleiddir í mattari litum.

Blumarine_14AB025-beauty-vogue-8dec14-james-cochrane_b_426x639

Ljósmynd: James Cochrane

.

MAC Eye Kohl: Feline og MAC Technakohl Liner: Graphblack

Hér hefur förðunarmeistarinn Yadim notað MAC Eye Kohl; Feline á vatnslínuna fyrir sýningu Emilio Pucci, en til áhersluauka notað MAC Technakohl Liner; Graphblack til að skerpa línuna og festa línuna.

PicMonkey Collage

Kohl augnblýanturinn er mjúkur viðkomu og iðulega framleiddur í dökkum blæbrigðum. Oftast er Kohl augnblýantur notaður til að draga línu eftir augnhvörmunum eða sjálfri táralínunni. Kohl augnblýantar eru ýmist framleiddir sem augnblýantar, í föstu eða lausu púðurformi. Kohl augnblýantar geta smitað og eru mjúkir í  meðförum.

screenshot-www.vogue.co.uk 2014-12-15 18-14-46

Ljósmynd: Indigital

.

MAC Eye Pencil; Coffee og MAC Pro Chromagraphic Pencil; Black Black

Smoky förðun réði ríkjum á sýningu Roberto Cavalli, en það var förðunarmeistarinn Diane Kendal sem gaf útliti fyrirsætna aukna dýpt með því að blanda saman MAC Eye Pencil; Coffee og MAC Pro Chromagraphic Pencil; Black Black eftir táralínunni á neðri og efri augnloki og í augnkrókana sjálfa áður en hún valdi fljótandi augnlínu sem hún dró eftir augnhárunum til að skerpa á „lúkkinu”.

fljotandi

Fljótandi augnlína er ógegnsær vökvi sem kemur iðulega í lítilli flösku og er borinn á augnlokin með örsmáum bursta eða pensli. Fljótandi augnlína myndar skarpa, nákvæma línu. Þar sem fljótandi augnlína er mun þyngri í eðli sínu, er hún yfirleitt notuð á efri augnlokin.

00_426x639

Ljósmynd: Indigital

.

Photoready Kajal Matte Eye Pencil; Matte Koal & Matte Marine

Gucci Westman, förðunarmeistari kaus að blanda saman grænum og svörtum augnblýanti frá Revlon fyrir sýningu Antonio Berardi sem svo aftur laðaði fram seiðandi og nýstárlegt óþekktarútlit fyrirsætna.

revlon

Vaxblýantar eru mýkri blýantar sem innihalda vaxblöndu sem auðveldar notkun þeirra. Vaxblýantar koma í fjölbreyttum litum; sterkum og mildari litum og geta allt eins verið hvítir að lit. Vaxblýantar koma einnig í skrúfhylki og geta þannig verið útbúnir mjúkum bursta á endanum.

Antonio-Berardi_14AB040-beauty-vogue-8dec14-james-cochrane_b_426x639Ljósmynd: James Cochrane

Af ofangreindu má draga þann lærdóm að augnblýantur er ekki bara augnblýantur. Til eru fjölmargar og ólíkar gerðir augnblýanta sem allir þjóna þó keimlíkum tilgangi; að skerpa sjálfan augnsvipinn og gefa ýmist prakkaralegt, seiðandi, náttúrulegt eða jafnvel látlaust yfirbragð.

Að því sögðu er bara einni spurningu ósvarað; hver er þinn uppáhalds?

Heimild: Vogue / Wikipedia

Tengdar greinar:

Hunangsgyllt og háklassísk augnförðun með hátíðarblæ

Sjóðheit og seiðandi „plum eyes” förðunartrix

Lærðu að móta og farða hin fullkomnu augnhár

SHARE