Kona á breytingaskeiðinu, í ofþyngd og með vefjagigt

Miðaldra kona á breytingarskeiðinu, í ofþyngd með vefjagigt er mjög öflug blanda. Allir þessir þættir geta haft gríðaleg áhrif einir og sér, en allir saman komnir, tja það veldur bara veseni!

Nú er jólahátíðin búin og ég vandaði mig agalega að borða ekkert reykt en datt oní konfektið og önnur sætindi, Púff!

Fyrir utan að ég hafði náð mér í þessa líka alvöru flensu korter í jól og þurfti sýklalyf og alles, svaf ekki í 5 nætur, hóstaði þurrasta hósta sem ég hef upplifað, það var nú ekki síst þess vegna sem ”aumingja” ég mátti hugga mig við konfekt og hátíðaröl.

Ég veit að ég er ekki ein, það eru fleiri þarna úti sem tengja.

Þannig að jólahátíðin var mjög hátíðleg með tilheyrandi konfektáti, auknum verkjum vegna sykurs og auknum einkennum breytingaskeiðs vegna sykurs, auknum kílóum vegna sykurs. Ég gleymdi að nefna ég er með vélindabakflæði og súkkulaði er eitt af því versta fyrir það!

Úff, ég skil ekki hvernig stendur á því að kona sem er mjög meðvituð um að hugsa vel um sig og vinnur við að styrkja aðra fellur í þessa gryfju.

Þetta er það versta sem ég geri mér að innbyrða allan þennan sykur.

Sykur er klárlega fíkniefnið mitt og ég féll illa um jólin en rétt eins og aðrir fíklar þá fór ég á botninn. Fékk algert ógeð á konfekti, vigtinni, verkjunum og bakflæðinu.

Svo á Gamlársdag lauk jólunum hjá mér. „Cold turkey“ á sykurinn, mætti í ræktina hjá einkaþjálfaranum, horfðist í augu við vigtina og sá öll búkonuhárinn á hökunni!

Nú 5. janúar líður mér mjög vel í kroppnum, æfingarnar eru léttari, ég sef eins og engill, grömmin renna af mér og er búin að plokka burtu búkonuhárin.

Gott fólk, sykur er verkfæri djöfulsins í mínum huga!

Gleðilegt nýtt ár og megið þið öll njóta.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here