Kona braust inn hjá Robert De Niro

Hin 30 ára gamla Shanice Aviles braust inn í raðhús Robert De Niro í New York, snemma á mánudagsmorgun. Hún stal jólagjöfum sem voru undir trénu og lék sér með iPad leikarans.

Lögreglumenn höfðu séð Shanice reyna að opna dyr að atvinnuhúsnæði áður en hún lagði leið sína inn á heimili De Niro. Hún ætlaði bara að stela jólagjöfum og meðan á þjófnaðinum stóð voru Robert og dóttir hans á efri hæð hússins, óaðvitandi um hvað gekk á niðri. Shanice var handtekin á staðnum.

Íbúð Robert De Niro í New York
SHARE