Kona kemur fram, á lífi, 2 vikum eftir jarðarför sína – Myndband

Fimmtug kona frá Philadelphia í Bandaríkjunum að nafni Sharolyn Jackson var talin látin og fjölskyldan hennar var búin að halda útförina hennar. Næstum tveimur vikum síðar kom konan svo á geðdeild og kynnti sig þar sem Sharolyn Jackson og var hún þá þarna mætt og langt frá því að vera látin.

Þetta hljómar næstum of ótrúlegt til að geta verið satt en þetta er samt raunin. Lík fannst á götu í Philadelphia þann 20. júlí síðastliðinn og líkið rannsakað og var komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri Sharolyn Jackson. Syni konunnar og félagsráðgjafa hennar voru sýndar myndir af líkinu og staðfestu þeir að þetta væri hún og var þá skrifað undir dánarvottorðið.

Ekki hefur verið sagt frá því hvernig í ósköpunum þetta gat átt sér stað en líkið sem var grafið í stað Sharolyn verður grafið upp og það rannsakað frekar, til þess að finna hver sú manneskja var.

SHARE