
Hér má sjá öryggismyndatökur af ótrúlegu atviki í kínverskri verslunarmiðstöð en konan á myndbandinu horfir á eftir kreditkortinu sínu inn í hraðbankann þegar hún ætlar að taka út peninga. Ḱonan tekur í stuttu máli sagt æðiskast, grípur með berum höndum um hraðbankann og rífur hann bókstaflega í sundur.
Konan virðist róleg á myndbandinu og gerir enga tilraun til að flýja þegar lögreglan er kölluð til á staðinn en hún er síðar handtekin og færð í fangageymslur.
Þvílíkur styrkur!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.