Kona safnar skeggi fyrir góðan málstað

Hin 36 ára gamla húsmóðir Siobhain Fletcher er að safna skeggi. Hún hefur verið með of mikinn hárvöxt í andliti síðan að hún var unglingur vegna þess að hún er með fjölblöðru eggjastokka heilkenni.

Vegna þessa hefur Siobhain haldið sig heima síðustu ár en hefur núna öðlast það hugrekki að koma fram í sjónvarpi í þættinum This Morning í Bretlandi. Hún er að taka þátt í Movember sem er áheitasöfnun fyrir karlmenn með krabbamein.

Þetta var skyndiákvörðun, ég er að gera þetta til að safna peningum fyrir rannsóknum á krabbameini.

Siobhain þarf að raka sig annan hvern dag og gerir hún það yfirleitt með eiginmanni sínum Jim, en hún hefur núna safnað um 140 þúsund krónum fyrir málefnið.

Systir mín vildi borga mér 10 þúsund krónur fyrir að gera þetta ekki og sumir vinir mínir voru sammála henni. Ég ákvað samt að gera þetta því ég er þrjósk. Þetta hófst með einu „kommenti“ á Facebook, fór svo í blöðin og núna er þetta komið í sjónvarpið.

Siobhain segist samt ætla að raka sig eftir nóvember, af því að hana klæjar undan skegginu og hún sé ekki vön því að vera með það.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here