Kona stundar sjálfsfróun í auglýsingu Body Shop

Nýjasta auglýsing Body Shop hefur vakið mikla athygli víða um heim en í henni er ung kona að kíkja á stefnumótaforritið sitt og sér að hún er ekki með neinar nýjar tengingar þar inni. Hún tekur þá til sinna ráða og fer að stunda sjálfsfróun.

Auglýsingin á að gerast á „Self Love Street“ og ein af konunum sem búa við þá götu er þessi unga dama, Fran.

Skilaboð auglýsingarinnar eru jákvæð, að elska sjálfa sig og láta ekki aðra stjórna hvernig manni líður. Það er aðallega þetta eina atriði sem er að fara fyrir brjóstið á þeim allra viðkvæmustu. Auglýsingin var sýnd í auglýsingahléi Love Island, sem er ákveðin kaldhæðni útaf fyrir sig.

SHARE