Konudagurinn!

Konudagurinn er að sjálfsögðu tilefni í eitthvað mesta dekur sem hægt er og því hef ég ákveðið að taka saman allskonar sniðugar leiðir til að gera hann ógleymanlegan og algjörlega frábærann!

Hvort sem að þú ert að skoða þetta til þess að fá hugmyndir fyrir konurnar í þínu lífi eða til þess að dekra sjálfa þig þá lofa ég því að þú finnur eitthvað hér sem er tilvalið til þess að gera daginn dásamlegan!

Hey, svo var líka lítill fugl að hvísla því að mér að það leyndust snilldar afsláttarkóðar hjá frábærum verslunum í þessari grein!

Bollakökur!

Það þarf ekki að kosta mikið eða að vera í fallegum gjafaumbúðum til þess að vera góð gjöf, það getur jafnvel komið í gullfallegum bolla sem var þegar til upp í skáp!

Þetta er eitthvað það elskulegasta (og besta lausnin við nammi/kökukreifi) sem ég veit, en hann Manni minn hefur oft á tíðum komið mér á óvart með einni rjúkandi heitri bollaköku, já og undirrituð gæti jafnvel hafa skellt í nokkrar svona sjálf til að gera vel við sig!

Þetta er súper einfalt, tekur enga stund og hægt að útfæra með allskonar sniðugu.
Hér eru nokkar uppskriftir af kökum og ég mæli eindregið með því að setja nokkra Siríus rjómasúkkulaðibita ofan á þegar að kakan er tilbúin í stað þess að vera með krem. (óó svo gott!)


Dekurdýrið og maskarnir! 

Það er fáránlega auðvelt að búa sér til góðann maska með hráefnum sem eru bókað til upp í skáp! Maskar eru líka frábær leið til þess að gera vel við sig og sína á svona hátíðardögum!

Púðursykurskrúbburinn er til dæmis sjúklega auðveldur, fljótlegur og góður en í hann þarf aðeins tvö hráefni.

Púðursykur og kókosolíu! 

Smelltu tveimur matskeiðum af ljósum púðursykri í skál og blandaðu við tvær matskeiðar af hreinni kókosolíu.
Þessi maski losar húðina við dauðar húðfrumur á sama tíma og kókosolían gefur húðinni góðann raka.

Blandaðu hráefnin vel saman og berðu svo á andlitið með hringlaga hreyfingum, síðan skaltu leyfa maskanum að bíða á í nokkrar mínútur. Þá er bara að hreinsa andlitið með volgu vatni og þú ert búin að næla þér í silkimjúkt smetti og nokkurra mínútna dekur bara sí svona!

Hér getur þú svo fundið fleiri maskauppskriftir:self.com


Klassíkin! 

Æjj, varstu búinn að gleyma því að græjja eitthvað fyrir konuna? Hér eru nokkur klassísk ráð sem slá í gegn hjá flestum heimilum!

Hvað er betra en að fá gullfallegan blómvönd? – Flestar matvöruverslanir eru með fallega blómvendi á góðu verði, en fyrir sérstök tilefni eins og konudaginn er möst að hafa fallega kveðju í annaðhvort korti eða bréfi frá heittelskuðum maka.

Láttu renna í bað fyrir konuna!
Kósý bað, kerti og slakandi tónlist, færðu henni svalandi drykk (Manni, ég setti hvítvín í ísskápinn sem þú getur fært mér)
Búðu jafnvel til einn svona easy maska og þú ert good to go!
Svo á meðan að frúin er að marinerast er upplagt að smella í bollaköku eins og ég talaði um hér fyrir ofan.

Hentu krökkunum í pössun ef þú átt svoleiðis, smelltu handklæðum á rúmið (eða gömlu laki sem er í lagi að fá bletti í) deyfðu ljósin, kveiktu á kertum og nuddaðu frúnna með kremum eða nuddolíu. Það eru til ótrúlega góðir playlistar með svona alvöru slökunar (og sexy) tónlist á bæði spotify og youtube. (mæli mikið með)

Skrifaðu henni fallegt bréf, segðu henni hvað þú elskar hana mikið og hvað þú elskar við hana. Rifjaðu upp skemmtilegar minningar og segðu henni uppáhalds minninguna þína af ykkur saman. Ást sem að er þegar til staðar er alltaf besta gjöfin, það þarf bara að minna á hana reglulega. Ástarbréf eru gömul og góð klassík sem er tilvalið að grípa í á degi sem þessum. Það þarf ekki að vera langt og það þarf ekki að vera væmið en ég veit að minn fengi gott slumm ef hann legði smá pappírsmöndl eins og þetta á sig.

Eldaðu!
Hvað er uppáhaldið hennar?
Hvað áttu í skápunum?
kveiktu á kerti, legðu fallega á borð og bjóddu henni í rómantískan dinner! Svo er upplagt að smella henni í sófann, kveikja á einum góðum þætti á meðan þú gengur frá og hjúfra þig svo hjá henni að því loknu (og horfa á lokaþáttinn í Ófærð!)

Gjafir!

Hálsmen, hringir, armbönd, blóm?
Allt frábærar hugmyndir en ef þú ert í leit að einhverju skotheldu er málið að gefa gjöf sem heldur áfram að gefa, en þannig gjöf getur þú til dæmis fundið hér hjá brandson.is

Brandson er Íslenskt íþróttafatamerki sem að hefur algjörlega slegið í gegn síðustu ár með endingargóðum og sjúklega þægilegum íþróttafatnaði.
Þau hjá Brandson voru svo frábær að þau ákváðu að gefa lesendum hun.is afsláttakóða hjá sér en með því að slá inn kóðann: hun15 fáið þið 15% afslátt af því sem þið verslið á konudaginn!

Fyrir þá sem eru að leita að meira dekri vorum við líka það heppin að þær hjá lineup.is   ákváðu að gefa okkur afsláttakóða hjá sér líka.
Ef þú smellir inn kóðanum hun.is færðu 25% afslátt á vörunum hjá þeim á konudaginn!

Lineup er verslun stútfull af frábærum vörum sem eru einmitt fullkomnar fyrir konuna og jafnvel heimilið! Þar er 100% hægt að finna allt í dekrið og meira til.

Annars eru allir dagar tilefni til þess að gera vel við sig og sína.
Njótið dagsins frábæru konur!
 

 

SHARE