Konukvöld Center í kvöld – Uppstand og gleði

  Í tilefni lengri opnunartíma verslana á Hafnargötunni í Reykjanesbæ ætlar skemmtistaðurinn Center í samstarfi við tískufataverslunina Krummaskuð að halda konukvöld á Center í kvöld, fimmtudagskvöld.

Kynnir kvöldsins er ein af fáum konum sem starfa í útvarpi á Íslandi í dag en það er engin önnur en Erna Dís úr Magasín á FM957.

Nóg verður um að vera á kvöldinu en tekið verður á móti öllum með veglegri gjöf frá okkur á Hún.is í samstarfi við Artdeco og A4. Þá fá allar konur glæsilegan fordrykk auk þess sem boðið verður upp á Blush-kynningu á staðnum.
Þegar allar konur eru komnar með fordrykk í hönd hefst tískusýning frá Krummaskuð. Þar munum við sjá hvað verður í boði í vetur. Á meðan módelin sýna nýjustu straumana í tískunni verður hægt að gæða sér á jarðaberjum, súkkulaði og öðru góðgæti!

Síðast en ekki síst verður happdrætti á kvöldinu en allar þær sem tryggja sér miða eiga möguleika á að næla sér í eitt af þeim fjölmörgu gjafabréfum sem í boði verða frá t.d. Heilsuformi í Reykjanesbæ, Krummaskuði,Mýr Designe, Center og Nammibarnum svo eitthvað sé nefnt!

Húsið opnar klukkan 21:00 með ljúfum tónum frá plötusnúði hússins en herlegheitin byrja á slaginu 22:00 – þegar verslanir við Hafnargötuna loka.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here