Konur & klám

Klám er alltaf eitthvað í umræðunni og fólk hefur skiptar skoðanir á því eins og flestu öðru. Það leynist oft ljótur raunveruleiki bak við klámstjörnurnar sem við sjáum leika í hinum ýmsu stellingum á tölvuskjánum.

Ég hef stundum velt því fyrir mér hversu há prósenta kvenna horfi á klám. Ég sá þátt með Opruh Winfrey, sem er ein af mínum uppáhalds, þar sem þetta var rætt. Jenna Jameson, líklega ein frægsta klámstjarna í heimi, kom í þáttinn & sagði meðal annars að í öllum konum leyndist “Smá Jenna Jameson” en með því átti hún við að margar konur myndu vilja vera þessi “klámstjarna”sem þær sjá í myndunum í rúminu með maka sínum.

Oprah talaði einnig við kynfræðing sem talaði um að 2 af hverjum 3 konum horfðu á klám. Ég varð forvitin um þetta og smellti inn status á facebook sem hljóðaði svo “konur og klám. Hversu margar konur heldur þú að horfi á klám?”
Svörin voru ýmist “mjög margar” “fullt fullt fullt af konum” “60%” …ofl, flestir vildu meina það að það væri mjög há prósenta kvenna sem horfði á klám. Það vakti líka athygli mína að það voru nánast allt stelpur sem sendu mér skilaboð, semsagt stelpur sem giskuðu á að það væri til mikið af konum sem horfði á klám. Ég held að það sé alveg rétt að margar konur horfa á klám eða langar til að horfa á klám, hvort sem þær leyfa sér það eða ekki. Í dag er líka mikið verið að reyna að höfða til kvenna með því að reyna að gera myndirnar “erótískar”. Kvenkyns leikstjóri leikstýrir & reynt er að fara eftir algengustu fantasíum kvenna. Hvað er það samt sem er öðruvísi í kláminu sem á að höfða til kvenna?

Jú, þar eru ekki óþekkar hjúkkur, desperate housewifes eða graðar skólastelpur. Við sjáum ekki heldur ofur stóra dildóa, dópsala, melludólga,eða neitt af því sem er í flestum af þessum myndum.

Anna Arrowsmith hefur verið að leikstýra klámmyndum, eða erótískum myndum sem eiga að höfða til kvenna og para, hún segir “Það eru ekkert nema fordómar að tala um að konur horfi ekki á klám, klám var alltaf ætlað mönnum í fyrstu en nú er breyting á vegna þess að konur hafa alveg jafn mikla ánægju af klámi og karlar”

Er klám jafn sjálfsagt og að eiga kynlífsleikföng?

Ég er mjög opin í þessum málum & finnst að allir hafi rétt á sinni fantasíu og sínu blæti. Það sem Palla finnst æsandi finnst mér kannski bara voðalega furðulegt, en ekki dytti mér til hugar að dæma hann fyrir það. Fólk hefur sínar kynferðislegu langanir & þær geta verið misjafnar eins og við erum mörg.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here