Konur kynkaldar? – Þjóðarsálin

Í okkar nútímaþjóðfélagi þar sem klámvæðingin er í hávegum höfð langar mér að koma inn á eitt STÓRT atriði !
Það er alltaf talað um að karlmenn séu sko rosa folar og hugsi ekki um annað en kynlíf og so on,,,,,og VIÐ konur séum svo kynkaldar.
Þetta er svo STÓR misskilningur ! ó já RISA stór.
Ég á ansi stórann vinkonuhóp og tala jú við margar konur um hin ýmsu mál og oftar en ekki dúkkar upp á umræðuborðið KYNLÍF. Það sem oftast kemur í ljós er að það er sko alls ekki karlmaðurinn sem er með meiri kynhvöt ! Ó NEI þetta er sko stór misskilningur og ennþá stærri MÝTA……….
Við konur höfum gaman að kynlífi og megum sko og eigum að njóta þess.
Svo endilega strákar hættið nú að segja að við séum svo kynkaldar því það er svo langt í frá en auðvitað á það við í sumum samböndum en ekki tala um ALLAR konur sem kynkaldar
Þetta er orðið svolítið þreytt…….
Njótið helgarinnar og stundið nóg að kynlífi í dag sem og alla hina dagana bæði konur og karlar
blikk blikk

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here