Konur segja frá Anal kynlífi – gott, vont eða algjört taboo

Af öllum kynlífsstellingum að þá hefur rassinn oft verið misskilinn og algjört taboo.

Hérna fyrir neðan segja tvær ungar konur sem stundað hafa anal kynlíf frá sinni reynslu.

Langar þig að prufa ?

Vanalega er anal kynlíf ekki það fyrsta sem þú hugsar um ef þú ætlar að stunda kynlíf. En goðsögnin um að allir karlmenn vilji það vegna þess að þetta gat er þrengra og þeir hafa séð mikið af þessu í klámmyndum. Ætli það sé rétt?

 

Til að fræðast betur um anal kynlíf þá skaltu lesa þetta.

1.     Fyrsta spurningin, er vont að gera það?

Stelpa A: Fyrir mig var þetta mjög vont. Ég var alveg “ó nei, þetta er ekki gat til að láta troða inní”. Málið er að þú verður að vera mjög afslöppuð. Eftir smá tíma þá er þetta alls ekki sársaukafullt.

Stelpa B: JÁ! Og ef það hefði ekki verið sárt þá værum við ekki að ræða þetta.

2.     En hvers vegna að gera það?

Stelpa A: Ég ákvað að prufa því ég hafði heyrt að anal kynlíf gæti verið mjög unaðslegt og að konur geti fengið fullnægingu. Einnig þá er þetta frekar taboo og mér fannst ég vera óþekk. Ég er ein af þeim konum sem að finnst gaman að vera óþekka stelpan svo ég sló til.

Stelpa B: Ég geri þetta eiginlega bara ef ég er full eða ef mig langar að vera eftirsókarverð fyrir karlmanninn sem ég er með.

3.     Hver stakk upp á þessu? Þú eða karlmaðurinn?

Stelpa A: Þar sem ég hafði heyrt að konur fíluðu þetta þá vildi ég prufa. Karlmaðurinn sem ég er með er ekkert mjög mikið að fíla anal kynlíf, og er það ástæðan fyrir því að ég hef aðeins gert þetta þrisvar.

Stelpa B: Hann stakk upp á því. Og ef mér líkar við þann sem ég er með þá er ég til. Þetta er afar persónulegt að mínu mati.

4.     Hvernig tilfinning er þetta í fyrsta skipti?

Stelpa A: Tilfinningin er skrýtin. Gatið er þröngt og þetta er ekki gott. Ef þú hugsar um vöðvakrampa, þá er tilfinningin sú sama. Þannig er tilfinningin þegar þú stundar anal kynlíf í fyrsta sinn. En eftir að þú ferð að slaka á þá er það strax betra.

Stelpa B: Fyrsta sinn er alls ekki gott.

5.     En með tímanum, hvernig er þetta þá?

Stelpa A: Tilfinningin er eins og þú sért full af einhverju.

Stelpa B: Með tímanum þá venst þetta. Alveg eins og venjulegt kynlíf.

6.     Er þetta einhvern tíman gott?

Stelpa A: Ég þekki konur sem að elska anal kynlíf. En þetta eitt af því sem að þú þarft að gera oft til að njóta þess.

Stelpa B: Fyrir mig þá er þetta aldrei rosalega gott. Einnig skiptir máli hversu stór limurinn er sem að fer inn í þetta gat.

7.     Hversu fljótt inn í samband er farið að ræða Anal kynlíf?

Stelpa A: Ég og kærastinn minn vorum búin að vera saman í sjö mánuði áður en við gerðum það. En ég þekki konur sem að gera þetta jafnvel á fyrsta stefnumóti.

Stelpa B: Hmm..af minni reynslu að ef honum er alvara með þig þá er það fljótlega eftir að sambönd byrja.

8.     Hvað þarf mikið af sleipiefni og er einhver ein tegund best?

Stelpa A: Helling af sleipiefni! Setja það á hann og þig sjálfa líka. Það er ekki hægt að stunda anal kynlíf án sleipiefnis.

Stelpa B: Alveg helling. Og tegundin skiptir ekki máli, það má líka nota vaselín.

9.     Blæðir?

Stelpa A: Það blæddi ekki hjá mér, en það er alveg möguleiki að það geti gerst, sérstaklega ef að karlmaðurinn ætlar bara að troða sér þarna inn.

Stelpa B: Nei ekki svo ég muni.

10.      Er gott að setja handklæði á rúmið eða eitthvað annað?

Stelpa A: Ég er ekki alveg klár á því af hverju það ætti að vera nauðsynlegt. Það fylgir þessu engin sóðaskapur.

Stelpa B: Það geta komið blettir í lakið og að setja eitthvað undir passar að lakið verði ekki allt blettótt.

11.      Er nauðsynlegt að fá stólpípu til að skola rassinn áður en anal kynlíf er stundað?

Stelpa A: Ég spáði í því en gerði það ekki. Og ég myndi ekki gera það í framtíðinni heldur. Ég hef ekki heyrt um neina konu sem hefur gert þetta áður en anal kynlíf var stundað.

Stelpa B: Nei, ef karlmaður vill fá að fara þarna inn þá þarf hann bara gjöra svo vel að gera sér grein fyrir áhættunni.

12.      Fylgir þessu það mikill sóðaskapur að það þarf að þrífa á eftir?

Stelpa A: Nei, þess þarf ekki. Sérstaklega ef að notaður er smokkur. Þá er honum bara rennt af og hent.

Stelpa B: Nei. En ég myndi mæla með því að það sé alltaf notaður smokkur. Limur á alls ekki að fara inní leggöng ef hann hefur verið að potast í rassinum. Það er mikil hætta á bakteríusýkingum.

13.      Er eitthvað fleira mikilvægt sem við þurfum að vita?

Stelpa A: Ég var í doggy stellingunni í mitt fyrsta sinn og svo sat ég á honum í sófanum í næsta skipti. Það er mun betra að gera það þannig, ég með bakið í hann. Hin stellingin getur verið sársaukafull.

Stelpa B: Mér finnst doggy stellingin vera best.

14.      Alltaf að nota smokk ekki satt ?

Stelpa A: Alltaf nota smokk.

Stelpa B: Já það er algjör nauðsyn.

15.       Hefur þú fengið fullnægingu með anal kynlífi?

Stelpa A: Nei, en ég veit að það er möguleiki.

Stelpa B: Nei, en það er ekkert að marka mig, ég hef ekki fengið fullnægingu í kynlífi.

 

Og svona til gamans að þá er hérna frábært lag frá hljómsveitinni Hljómsveitt með lagið Næs í rassinn.

Þýðing: Anna Birgis

Heimildir: cosmopolitan.com

heilsutorg logo

Sjá einnig:

SHARE