Konur sem drekka koffín á meðgöngu eignast smærri börn

Í nýrri rannsókn hefur komið fram að börn sem voru útsett fyrir koffíni í móðurkviði hafa tilhneigingu til að vera styttri en börn þeirra sem verða ekki fyrir áhrifum koffíns á meðgöngu.

Koffín er eitt af þessum hlutum sem eru mjög skiptar skoðanir á hvort konur eigi að nota á meðgöngu. Jafnvel þótt þess sé neytt í hóflegu magni hefur fundist tenging milli koffínneyslu á meðgöngu og þess hversu stórt barnið er við fæðingu. „Í ljósi þess að um það bil 8 af hverjum 10 þunguðum konu í Ameríku neyta koffíns, var það mjög mikilvægt að rannsaka líka hvort og þá hvaða langtímaáhrif neysla koffíns hefði á börn,“ var sagt í yfirlýsingu frá rannsóknaraðilum.

Þeir byrjuðu á að skoða niðurstöður tveggja rannsókna sem höfðu verið gerðar áður á 2400 þunguðum konu. Þeir komust í fyrsta lagi að því að börn kvenna sem neyttu koffíns væru smærri við fæðingu, þó að konurnar drykkju lítið kaffi, 200 mg á dag. Hæðarmunur barna sem áttu móður sem drakk kaffi á meðgöngu og þeirra sem áttu móður sem drakk ekki kaffi varð meiri eftir því sem börnin eltust, eða frá 4 til 8 ára aldurs.

Þess má geta að 200 mg af kaffi er svona um það bil einn kaffibolli. Einnig getur verið koffín í súkkulaði, tei og gosdrykkjum.

Það hefur ekki komið í ljós hvort þessi áhrif haldi áfram upp til fullorðinsára. „Svo það sé á hreinu þá eru áhrifin ekki mikil, þ.e. hæðarmunurinn er ekki MIKILL,“ sagði Jessica Gleason í samtali við CNN og bætti við að fólk ætti ekki að vera hrætt vegna þessa. „Það þurfa að fara fram fleiri rannsóknir til þess að skera úr um hvort það séu einhverjar afleiðingar af koffínneyslu á heilsu barnsins. Ófrískar konur ættu alltaf að ræða við lækni sinn um hvers þær eru að neyta á meðgöngu.“

https://www.nichd.nih.gov/newsroom/news/103122-caffeine-consumption-pregnancy

SHARE