Ok. Svo kannski er ljótt að blóta gæludýrum og allt það. Samt er þetta svo fyndið og það sérstaklega af því að stúlkan í myndbandinu er að syngja um ótta sinn við tannlækna og ljóta myrkrið.
Kötturinn kann í það minnsta ekki að meta sólótakta eiganda síns. Hvað þá sönglið. „Farðu út með þetta gól, kona” hugsar kötturinn örugglega og stekkur á myndavélina. „Út, sagði ég …”
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.