Kourtney Kardashian: “Ég er bara 5 mínútur að hafa mig til!”

Kourtney Kardashian heldur því fram að hún sé aðeins 5 mínútur að hafa sig til fyrir daginn. Fegurðarrútína hennar felst í því að hún setur á sig farða, bronzer, augnbrúnablýant og maskara, en segist aftur á móti aðeins nota rakakrem um það bil einu sinni í viku.

Sjá einnig: Er Kourtney að sakna gamla lífsstílsins?

Hún segir, rétt eins og systur hennar að það hafi verið faðir þeirra, Robert Kardashian heitinn sem hafi fyrst komið þeim systur inn á mála sig, en hann vildi alltaf að þær vissu hvað þær væru að gera, í stað þess að klína á sig förðun einhvern veginn. Í kjölfar þess var ekki aftur snúið og ekki leið á löngu þar til systurnar voru farnar að stelast til að taka með sér varalit í skólann. Þær gengu í kaþólskan skóla, svo brellubrögð þeirra voru ekki vel séð.

Kourtney var spurð að því hvað það væri í fegurðarrútínunni hennar sem gæti kannski komið fólki mest á óvart, þá segir hún að hún hafi alltaf sofið á satínkodda, eða í heil 20 ár og segir hún það fara betur með húðina og hárið. Þrátt fyrir að hún noti ekki mikið rakakrem, notar hún sólarvörn daglega, notar andlitshreinsi, andlitsvatn og ber olíu á efri og neðri augnlok sín.

Sjá einnig:Kourtney sýnir á sér rassinn í heitum potti á Íslandi

 

k - Copy

kk - Copy

SHARE