Kourtney Kardashian og Scott Disick eru byrjuð saman aftur

Það er sjaldan lognmolla í kringum Kardashian-fjölskylduna, og nú greina fjölmargir erlendir slúðurmiðlar frá því að Kourtney Kardashian hafi tekið Scott Disick aftur í sátt. Þegar Kourtney endaði samband þeirra til 9 ára fyrr á þessu ári, gerði hún honum það ljóst að hann yrði að taka sig saman í andlitinu ef hann ætlaði sér að halda í fjölskyldu sína. En Scott er annálaður kvennabósi og partípinni.

Sjá einnig: Scott Disick er farinn í meðferð á meðan Lamar berst fyrir lífi sínu

Scott er nýkominn úr meðferð og segist tilbúinn til þess að bæta ráð sitt. Kris Jenner, móðir Kourtney, tekur tíðindunum fagnandi en hún og Scott hafa alla tíð verið hinir mestu mátar.

krisog

SHARE