Krabbamein er alveg nóg – mölbrotið heilbrigðiskerfi

Í gær átti ég erindi á Landspítalan Hringbraut nánar tiltekið krabbameinsdeildina. Ég var að fylgja manninum mínum sem er í lyfjagjöf þar á 2 vikna fresti vegna krbbameins á 4 stigi .

Krabbameinsdeildin hefur verið okkar annað heimili í langan tíma og það verður að segjast eins og er að sú deild er mönnuð með alveg ótrúlega góðu og skemmtilegu starfsfólki, hvort sem það eru læknar, hjúkkur eða hvað.

Það verður ekkert upp á starfsmenn að klaga í þessari færslu, heldur bara lof og þakklæti en þar sem ég sat þarna að morgni 2 janúar frammi á gangi ásamt mínum manni fæddist lítil færsla á facebook.

Færslan:

Sit hér a krabbameinsdeildinni með mínum heittelskaða. Horfi á hjúkkurnar hlaupa, örtröð af sjúklingum og aðstandendum bíða, eitthver bilun niðri hjá lyfjablöndun.
Vantar stóla fyrir sjúklinga sem bíða og aðstandendur.
Er ólíðandi ástand… sjúkrahús landsmanna i molum og ekkert gert til að bæta þá þjónustu!
Það er skammarlegt að hjúkkur og annað syarfsfólk þurfi að vinna við þessar aðstæður.
Hvað þá að krabbameinssjúkir þurfi að upplifa þessa brotlöm ofan á sjúkdóm sinn.
Hvet til söfnunar fyrir Krabbameinsdeildina og þá meina eg eyrnamerkta peninga sem fara ekki i neitt annað!

Nú situr minn a hörðum stól fram a gangi með tengt i lyfjabrunninn og það er frábærlega lausnamiðaðri hjúkku að þakka að hann fékk græjur svo hægt væri að tengja hann svo kemur i ljós hvenær lyfið kemur!

Kveðja fúli aðstandandinn

Það var vægast sagt ömurlegt ástand, krabbameinssjúklingar biðu tímum saman eftir lyfjum og margir hverjir gátu ekki setð vegna stólaleysis á meðan þeir biðu.

Lausnamiðaða hjúkkan sem sá um minn mann var á hlaupum við að sinna sjúklingum á milli þess sem hún leitaði að stöng undir lyfjagjöf og teljara sem hún kom svo með og lét minn mann halda fast í á meðan beðið var eftir lyfjum.

Við vorum heppin lyfin komu ekki nema 50 mín seinna en áætlað var og fengum stóla af kaffistofunni svo lyfjagjöf gæti átt sér stað á ganginum.

Frekar glataðar aðstæður 2020 meira svona eins og 1945 eða eitthvað.

Ég velti því fyrir mér hvort ekki þurfi að setja eyrnamerktan pening á krabbameinsdeildina, því miður er nóg af krabbameinssjúklingum og við erum þakklát fyrir frábært starfsfólk en það er klárlega undirmannað og tæki spítalans eru meira en fjörgömul.

Persónulega finnst mér minna máli skipta að sletta málningu á veggi en að eiga góð tæki og ráða inn nægilega mikið af fólki og jú það allra sorglegasta er að þetta fólk sem gefur svo mikið af sér í starfi fær ekki laun í samræmi við það!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here