Krabbameinssjúk kona barin til dauða fyrir utan spítalann

Shannon Vincel(46) frá St. Louis var barin til bana í Illinois í gær. Hún var að berjast við krabbamein og hafði flogið frá St. Louis til Illinois til að fara í geislameðferð. Ráðist var á Shannon klukkan hálftíu um morguninn þar sem hún sat, ásamt öðrum sjúklingi að bíða eftir sjúkrahúsrútunni sem átti að sækja þær fyrir utan spítalann.

Samkvæmt sjónarvottum kom karlmaður að Shannon og byrjaði að lemja hana með einhverskonar barefli. Hún var ekki rænd og ekki er vitað um ástæðu árásarinnar.

Sjá einnig: Ung stúlka framdi sjálfsmorð vegna WiFi

Móðir Shannon, Anita Adams, sagði í samtali við KSDK: „Hún sat bara þarna og var að bíða eftir rútunni sem átti að sækja hana til að fara með hana í geislameðferðina. Af hverju gerir einhver svona? Ganga aftan að konu, fyrirvaralaust og berja hana til dauða? Af hverju?“

 

Sjónvarpsstöðin Fox 2 í St. Louis hefur spítalinn boðist til að borga 25.000 dollara fyrir upplýsingar varðandi þetta hræðilega morð. Talsmaður spítalans sagði líka að öryggisgæsla í kringum spítalann hafi verið aukin til muna.

SHARE