Krabbameinstíðni tvöföld við ræktunarsvæði erfðbreyttra matvæla

Heilbrigðismála yfirvöld Cordoba í Argentínu gáfu fyrr á árinu út ítarlega skýrslu um krabbamein í héraðinu. Skýrslan spannar 5 ára rannsóknarvinnu og skoðar meðal annars tíðni krabbameins út frá landsvæðum.

Það sem kom mest á óvart og olli hvað mestu uppnámi var sú niðurstaða að hæsta tíðni dauðsfalla af völdum krabbameins væri að finna á “pampa gringa” svæðinu, en það er það svæði þar sem ræktun erfðabreytra matvæla og notkun eiturefna er hvað mest. Þar mátti finna tvöfalt hærri tíðni dauðsfalla en eðlilegt þótti á landsvísu.

“Enn og aftur hefur það sem við höfum kvartað undan öll þessi ár verið staðfest og sérstaklega það sem læknar hafa verið að segja um þau samfélög þar sem mest er spreyjað af eiturefnum. Tilfellum krabbameins fer vaxandi eins og aldrei fyrr á þeim svæðum þar sem mikið er notað af skordýraeitri” segir Medardo Avila Vazquez, læknir og meðlimur University Network for Environment and Health (RedUAS). Samtök þessi krefjast aðgerða samstundis til að verja fólkið í landinu.

Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni á ensku á gmwatch.org 

Þessi grein er upphaflega birt á vefnum Heilsufrelsi. Hún.is endurbirtir greinina með góðfúslegu leyfi.

SHARE