Kraftaverk átti sér stað í Hafnarfjarðarhöfn

Við munum öll eftir því að heyra fréttir af því að þrír ungir drengir hafi lent í sjónum, á bíl, í Hafnarfjarðarhöfn í janúar síðastliðnum. Þeir voru mjög ungir, fæddir 2002 og einn fæddur 2004. Drengirnir voru lengi í kafi og tveir af þeim voru fastir inni í bílnum, en einn náði að komast sjálfur upp úr. Hinir tveir náðust upp með hjálp kafara og margir héldu að þeir myndu aldrei lifa þetta af, því það höfðu liðið rúmar 30 mínútur frá því að bíllinn lenti í sjónum.

Drengurinn sem komst upp úr af sjálfsdáðum var fljótlega útskrifaður af spítala. Hinir tveir lágu þungt haldnir á gjörgæslu, en notuð var sérstök kælimeðferð á þá, því þeir höfðu verið svo lengi á súrefnis. Annar drengjanna var útskrifaður í febrúar og Helgi Valur, var seinastur til að útskrifast en hann kom heim til sín á dögunum.

Sjá einnig: Lýst eftir Björgu Ólavíu Ólafsdóttur

Sif Jóhannesdóttir, móðir Helga Vals, segir í viðtali á Vísi.is: „Þetta er stór áfangi og alveg dásamlegt. Það er hreinlega kraftaverki líkast að þetta hafi farið svona vel.“ Sif segir að mikið þrekvirki hafi verið unnið og er þakklát öllum sem komu að björgun drengjanna.

„Við viljum færa hjartans þakkir til allra þeirra sem komu að björguninni á slysstað. Við erum þakklát læknum og hjukrunarfólki á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut, Barnaspítalanum og Grensás. Þetta er allt saman frábært fagfólk og á stað í hjörtum okkar. Alveg sama hvar við vorum, þar var yndislegt fólk sem vann af fagmennsku og hélt vel utan um okkur fjölskylduna. “

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here