Kraftaverkabarnið, var einungis hálft kíló – Myndband

Kayleigh Anne fæddist þann 23 Júní árið 2008, hún fæddist 3 mánuðum fyrir tímann og var pínulítil, eða tæplega 27 cm löng og hálft kíló. Í byrjun var henni vart hugað líf en hún barðist hetjulega. Kayleigh gekk í gegnum nokkrar stórar aðgerðir og var minnsta barn í heimi sem fór í opna hjartaaðgerð. Foreldrar hennar voru svo stoltir af litla kraftaverkinu sínu eftir að hún lifði hjartaaðgerðina af.

Kayleigh lifði þar til hún var næstum eins árs gömul, þá voru foreldrar hennar tilbúnir að fara með hana heim en læknarnir þurftu að koma fyrir túbu í líkama hennar svo hún gæti fengið næringu. Líkaminn gafst upp í hennar síðustu aðgerð. Eftir að dóttir þeirra lést hafa foreldrar hennar látið gott af sér leiða. Þau hafa safnað pening fyrir hjartveik börn og búið til sjóð sem á að fara í að hjálpa veikum fyrirburum.  Lífið er ekki alltaf sanngjarnt en foreldrar hennar eru þakklátir fyrir að hafa fengið ár með kraftaverkinu sínu og eru dugleg að birta myndbönd og myndir af stelpunni sinni sem þau minnast daglega. Hér fáum við að sjá myndband sem sýnir sögu fjölskyldunnar.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”TZHEaECHMfk”]

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here