Krakkarnir úr Mrs. Doubtfire hittast eftir 31 ár

En sú nostalgía! Hver man ekki eftir þessari dásamlegu og skemmtilegu mynd, Mrs. Doubtfire, sem sló heldur betur í gegn árið 1993?

Mara Wilson, Lisa Jakub og Matthew Lawrence, léku börnin þrjú sem fengu „barnfóstruna“ Frú Doubtfire til að passa sig eftir skilnað foreldra sinna. Barnfóstran var þó pabbi þeirra í dulargervi, en það var hinn stórkostlegi Robin Williams sem fór með hlutverk föðursins.

Leikararnir sem léku börnin hittust nýverið og setti Mara Wilson færslu um það á Instagram hjá sér.

Þau segja að þau hafi haft rosalega gaman að því að leika í myndinni og meira að segja hafi verið talað um að gera framhald af myndinni árið 2014, en þá hafi Robin fallið frá svo ekkert varð af framhaldinu.

SHARE