Kris Jenner og nýji kærastinn

Kris Jenner móðir Kim Kardashian og systra virðist vera búin að jafna sig á sínum fyrrverandi eiginmanni, Bruce Jenner. Í október í fyrra tilkynntu Kris og Bruce að þau hafi ákveðið að halda sitt í hvora áttina og enda þar með 22 ára hjónaband þeirra. Það var svo ekki fyrr en á þessu ári að þau sóttu um skilnað en fjölmiðlar höfðu velt því fyrir sér hvort að það væri enn von fyrir þau þar sem þau sáust oft saman.

Bruce Jenner komst í fjölmiðla í október þar sem hann var farin að slá sér upp með vinkonu Kris til margra ára og greindu slúðurblöð frá því að Kris væri miður sín yfir því. Kris virðist hins vegar búin að finna hamingjuna aftur með hinum 41 árs gamla Corey Gamble. Þess má geta að Corey er umboðsmaður söngvarans Justin Bieber

Hin 58 ára gamla Kris er nýkomin heim aftur eftir stutt ferðaleg til Mexíkó með Corey en parið sást fyrst opinberlega saman þegar þau fóru út að borða í Sherman Oaks í Kaliforníu nokkrum dögum eftir afmæli Kim Kardashian.

Kris neitar þó öllum orðrómum um það að hún sé komin á fast en segist einungis vera að njóta lífsins og skemmta sér.

kris-jenner-1-435

kris-jenner-3-435

kris-jenner-2-435

 

 

 

SHARE