Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs hefur andað köldu á milli þeirra Kris og Caitlyn Jenner allt síðan Caitlyn hóf kynleiðréttingarferli sitt fyrr á árinu. Í nýjasta þættinum af I AM CAIT gera þær stöllur þó tilraun til þess að sættast – fjölskyldunnar vegna. Samskipti þeirra eru stirð í fyrstu en þegar líður á þáttinn er ekki annað að sjá en þær geti vel orðið perluvinkonur.
Sjá einnig: Ætlar ekki að vera Kris Jenner lengur