Kristen Stewart er ástfangin upp fyrir haus

Kristen Stewart (26) hefur loksins viðurkennt að vera í sambandi með persónulegu aðstoðarkonu sinni Alicia Cargile. Þær hafa verið mjög tengdar í heilt ár og hefur Kristen loksins tjáð sig um samband þeirra á milli og segist hún vera mjög ástfangin af Alicia sinni.

Sjá einnig: Kristen Stewart komin með nýja kærustu

Kristen er glöð með að vera loksins með henni, en þær hafa hætt saman nokkrum sinnum á þeim tíma sem þær hafa verið saman. Hún segir einnig að hún hafi öðlast nýtt líf eftir að geta loksins verið hún sjálf með konu, en þegar hún var í sambandi við mann, þurfti hún alltaf að vera á vissa vegu í almenningi og fylgja einhverri mynd sem var sett upp af þeim.

Twilight leikkonan hefur þurft að glíma við mikinn kvíða og átti það til að fá kvíðaköst, en hún segir að nú sé hún loksins komin á góðan stað og sé almennt bjartsýn á að allt sem hún er með í gangi, gangi upp.

3673268A00000578-3711024-C_est_si_bon_The_couple_had_reunited_by_the_time_the_actress_nee-a-152_1469634314405

3673267100000578-3711024-image-m-142_1469633519777

kristen-Stewart-MAIN

SHARE