Ég óttast um líf eiginmanns míns – Ekki rjúfa sóttkví

Ég á mann sem er með 4 stigs krabbamein og já við óttumst þessa Kórónuveiru.

Það sem mér finnst verst af öllu er að það virðist sem svo að fólk átti sig ekki alveg á því að veiran er bráðsmitandi og hættuleg þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, jú kanski flestir átti sig en það eru þessir nokkrir sem gera það ekki og eru fyrir vikið hættulegir þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma.

Nú á tímum þar sem allt okkar líf er meira og minna sýnilegt á samfélagsmiðlum þá er erfitt að leyna því þegar fólk í sóttkví brýtur sóttkví…. Jú við erum tögguð hægri vinnstri og póstum alveg sjálf án þess að hugsa.

Því miður hef ég séð svona vitleysur og satt best að segja varð ég fyrir sjokki því ég bara vill ekki trúa þessu upp á fólk og hvað þá fólk sem ég taldi pottþétt á öllum sviðum!

Ég hef gert margar vitleysurnr um dagana en þetta er umfram það að gera vitleysu, þetta er refsivert athæfi og hvað með það þó maður þurfi að vera í sóttkví í 14 daga. Það hlýtur að vera ansi leiðinlegt heima ef 14 dagar eru eins og fangavist!

Elsku landsmenn fyrir mína hönd og allra þeirra sem eiga ástvini með undirliggjandi sjúkdóma og þá sem eru með sjúkdómana biðla ég til ykkar að fara að sóttvarnarlögum og á þann hátt hjálpast að við að stöðva þennan faraldur hér á þessari litlu eyju.

Endilega deilið til sem flestra.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here