Kristina Pimenova er yngsta ofurfyrirsæta í heimi

Einstök fegurð níu ára gamallar stúlku að nafni Kristina Pimenova hefur vakið heimsathygli en stúlkan er með yfir 400.000 fylgjendur á Instagram og yfir tvær miljónir fylgjendur á Facebook.

Frægðin er þó umdeild þar sem fyrirsætustarf stúlkunnar ungu þykir byggja á útlitsdýrkun og jaðra við kynferðislega útgeislun. Auk þess sé óviðeigandi fyrir lítið barn að takast á við slíka frægð og fylgifiskana sem henni fylgir.

Stúlkan fær fjölmörg skilaboð og ummæli við myndirnar sínar daglega og eru nokkur þeirra vægast sagt óviðeigandi. Dæmi eru um að fullorðnir karlmenn séu að skrifa „hot“ og „sexy“ við myndirnar og kyngera þannig níu ára gamalt stúlkubarn.

Foreldrar Kristina byrjuðu á því að láta barnið sitja fyrir á ljósmyndum þegar stúlkan var þriggja ára. Um er að ræða fyrst og fremst auglýsingar fyrir tísku og fatnað. Móðir stúlkunnar starfaði sjálf um tíma sem fyrirsæta og ákváðu foreldrarnir í sameiningu að gera barnið að fyrirsætu þegar ljóst var að hún þótti efnileg í fyrirsætustörf.

Það er ekki nokkur spurning að Kristina er óvenjulega falleg ung stúlka með glitrandi stór augu og prúðbúið hár. Það er skiljanlegt að foreldrarnir séu stoltir og að eftirspurn sé eftir dóttur þeirra í fyrirsætustörf.

Það er þó nokkuð ljóst að það getur ekki reynst nokkru barni hollt að takast á við jafn mikla athygli og óviðeigandi áreiti og raun ber vitni.

Eða hvað finnst ykkur?

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina Pimenova-1-1

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina Pimenova-1-2

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina Pimenova-1-3

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina Pimenova-1-4

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina Pimenova-1-5

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina-Pimenova-1

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina-Pimenova-2

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina-Pimenova-3

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina-Pimenova-4

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina-Pimenova-5

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina-Pimenova-6

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina-Pimenova-7

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina-Pimenova-8

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina-Pimenova-9

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina-Pimenova-10

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina-Pimenova-11

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina-Pimenova-12

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina-Pimenova-13

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina-Pimenova-14

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina-Pimenova-15

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina-Pimenova-16

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina-Pimenova-17

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina-Pimenova-18

The-most-beautiful-girl-in-the-world-Kristina-Pimenova-19

Heimild: WomenDailyMagazine

SHARE