Kiddi er 25 ára og er búsettur í 101 Reykjavík, hann gaf nýverið út lagið Ennþá sem vakti athygli okkar.

Hvenær byrjaðir þú að fikta við tónlist?
Ég byrjaði að fikta á gítar og bassa þegar ég var sirka 10 ára og byrjaði að skrifa ljóð og texta á sama tíma.

Hver er þín tónlistarstefna?
Ég fikta í öllu frá rokki og yfir í rnb, rapp og electro.

Um hvað er lagið?
Lagið er samið um ástarsorg, egó og eftirsjá

Hvað er framundan?
Ég er að vinna að verkefni með Redd Lights í dag sem hefur fengið „working title“ gæfan fylgir þeim djörfu.

Ég ætla gera tónlist að einhverju tagi alveg þar til ég dey, segir Kiddi að lokum. Hér getur þú hlustað á lagið og tjékkaðu á Facebook síðu hans hér.

[youtube width=“600″ height=“325″ video_id=“xoKcY5x3L4g“]

SHARE