Krumputeygjur gera öflugt comeback! #scrunchiesofinstagram

Þetta er EKKI djók. Krumputeygjurnar lifa. Og þær eru komnar í tísku aftur. Brúskaðar, litríkar og einkennilega stórar. 

Níundi áratugurinn litaðist að mestu af krumputeygjum, sem í fyrstu þóttu dulúðugar, þá kvenlegar og að lokum ómissandi. Því næst pínu hallærislegar og skyndilega hurfu krumputeygjurnar í kjölfarið – jafn skyndilega og þær birtust.

Á Instagram er hins vegar að finna alveg ótrúlegan reikning sem ber einfaldlega heitið scrunchiesofinstagram þar sem trendið er mært, dásamað og hafið upp til hæstu skýja.

Og þá er ekki eftir neinu að bíða, nostalgískar myndirnar tala sínu máli – krumputeygjurnar hafa snúið aftur!

 

 

SHARE