Krydd-eplakaka með pistasíum og ljúffengri karamellusósu

Hvernig væri að setja upp kaffihúsastemmingu heima í stofu og baka þessa gersemi sem kemur frá þeim systrum sem halda úti Matarlyst

Við hjá hun.is erum að missa okkur yfir girnilegum uppskriftum!

Hráefni

100 g smjör við stofuhita
250 g sykur
200 g hveiti
2 egg
1 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
½ dl mjólk
2 tsk græn epli
1 poki pistasíur eða u.þ.b 120 g

Aðferð

Smjör og sykur þeytt þar til komið er vel saman.
Einu egg í einu bætt út í þeytt vel á milli.
Þurrefnum blandað saman og bætt út í blönduna ásamt mjólk hrærið þar til komið er vel saman í ca 30 sek .
Epli skorin niður í bita, pitasíur saxaðar gróft þessu bætt út í deigið með sleif í lokin.

Setjið deigið í bökunnarform smellu 22 cm sem þið eruð búin að smyrja að innan og dassa hveiti í. Kakan hér að ofan var bökuð í 22 cm smelluformi með gati í miðjunni.

Hitið ofninn í 180 gráður og blástur, bakið í u.þ.b 40-50 mín fer eftir ofnum, athugið hvort hún sé klár með því að stinga prjón ofaní ef hann kemur þurr upp er hún klár.

Karamella

225 g sykur
40 g smjör
120 g rjómi
½ tsk salt ef vill (þá er þetta saltkaramella)

Sykur bræddur við vægan hita á pönnu, setjið smjörið út í hrærið saman þar til samlagast, hellið rjómanum út á hrærið þar til fer að þykkna og verður slétt og fellt,(bætið salti út í um leið og rjóma ef þið viljið saltkaramellu) kælið um stund.
Hellið að lokum hluta yfir kökuna.

Berið fram með þeyttum rjóma og eða ís. Ásamt restinni af karamellusósunni.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here