Robocop er endurgerð af samnefndri kvikmynd Paul Verhoven sem sýnd var árið 1987 þá hér heima í Háskólabíó líkt og nú. Robocop 2014 er með Joel Kinnaman í aðalhlutverki en hann er hvað frægastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum The Killing.

Með stór hlutverk fara einnig Douglas Urbanski og Abbie Cornish og í smærri hlutverkum Gary Oldman og Michael Keaton.

Leikstjóri er José Padilha sem gerði myndirnar Elite Squad 1 og 2.

Nánar um Robocop hér

 

Aðrar kvikmyndir sem verða frumsýndar í USA  þessa vikuna eru About Last Night sem einnig er endurgerð af  kvikmynd síðan 1986 en þá fóru  Rob Lowe, Demi Moore og James Belushi með aðalhlutverkin. Í þetta skiptið er leikarahópurinn þeldökkur og er Kevin Hart í aðalhlutverki, en hann er ekki bara uppistandari heldur frægur leikari í dag eftir hlutverk sitt í Ride Along þar sem hann leikur á móti Ice Cube .

About Last Night er svona rómantísk gamanmynd og á að beinast að pörunum sem eru að fara út að borða og í bíó, svona myndir eru oft nefndar Romcom sem samanstendur af orðunum Romantic og Comedy.

Nánar um About Last Night  hér

 

Nú þriðja myndin sem er að frumsýnast þessa helgina í USA er einnig rómantísk Valentínusar tegund af mynd og einnig endurgerð , já þeir eru frekar hugmyndasnauðir þarna í Hollywood þessa dagana, ég man ekki eftir því að þrjár kvikmyndir hafi verið frumsýndar á sama degi og allar endurgerðar.

Endless Love heitir myndin sem er endurgerð af kvikmynd frá árinu 1981 og var hún ein af frumsýningarmyndum Bíóhallarinnar í Mjódd í gamla daga, í þeirri kvikmynd leiku Brooke Shields og Martin Hewitt aðalhlutverkin og það eru ekki margir sem vita að þetta var ein fyrsta kvikmyndin sem Tom Cruise lék í.

En Endless Love árgerð 2014 er með leikarana Gabriella Wilde og Alex Pettyfer í aðalhlutverkum.

Nánar um Endless Love hér

 

Síðasta myndin sem við teljum upp af frumsýndum kvikmyndum í USA er Winters Tale, en fullur titill myndarinnar er A New York Winter’s Tale.

Winters tale er gerð eftir metsölubók og státar af stórleikurum á borð við Russel Crowe og Colin Farrell.

Nánar um Winters Tale  hér

 

Hér heima á Íslandi verða frumsýndar 4 kvikmyndir: Robocop, Lego The Movie, Nymphomaniac og Out Of The Furnace.

 

Við höfum sagt frá Robocop hér að ofan og vindum okkur beint í Lego The Movie sem setti met um síðustu helgi sem önnur stærsta febrúaropnun í USA, en bara Passion Of Christ hafði gert betur í aðsókn frá upphafi.

Lego The Movie er kvikmynd sem kostaði 60 milljon dollara í framleiðslu en halaði inn tæplega 70 milljón dollara fyrstu 3 dagana í sýningu í USA.

Það tók 15 milljón Lego kubba til að gera kvikmyndina sem hefur verið í framleiðslu síðan 2008 hjá Warner Bros.

Kvikmyndina gera þeir Phil Lord og Christopher Miller sem færðu okkur 21 Jump Street þannig að húmorinn er til staðar í þessari stórmynd.

Raddirnar eru mikilvægar í svona kvikmynd og var þetta niðurstaða Lord og Millers í leikaravali:

Morgan Freeman, Will Arnett, Elisabeth Banks, Graig Berry, Will Ferell, Jonah Hill, Liam Neeson, Channing Tatum.

Nánar um Lego The Movie hér

 

Nymphomaniac: Volume I

Er fyrsti hluti af kvikmynd Lars Von Trier (já þessi sem hatar Björk).

Einn furðulegasti og umdeildasti kvikmyndagerðamaður seinni tíma sendir hér frá sér kvikmynd um kynlífsfíkil og sögur hennar.

Myndin er það löng að hún er klippt í tvær myndir svipað og Kill Bill myndirnar en upprunaleg útgáfa er 5 klst.

Leikarar eru ekki af verri endanum eða þau Charlotte Gainsbourg, Stellan Skarsgard, Stacy Martin, Shia Labeouf, Uma Thurman, Jamie Bell, Christan Slater og Willem Dafoe.

 

Nánar um þessa furðulegu kvikmynd hér

Fjórða myndin sem frumsýnd er á Íslandi þessa helgina er kvikmynd sem ber heitið Out Of The Furnace.

Það eru þungavigtaleikarar þar á ferðinni Christian Bale, Casy Affleck, Zoe Saldana, Forrest Whitaker, Woddy Harrelson og Sam Shepard.

 

Nánar um Out Of The Furnacce hér

Ég ætla að skilja við ykkur með Blooper Reel frá gerð Lego myndarinnar eða réttara sagt mistök við gerð myndarinnar.

Bara fyndið stöff!

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”-htcBJqusOY”]

 

SHARE